Dropadeild er deild yngstu barna leikskólans. Þar eru 13 - 15, eins árs til þriggja ára börn. Veturinn 2021 - 2022 eru þar 15 börn fædd frá mars 2019 - ágúst 2020.
Hér er hægt að sjá skipulag Dropadeildar
Starfsfólk Dropadeildar

Ragnheiður Sara Th. Sörensen
Ragga Sara er í 100% starfi deildarstjóra á Dropadeild. Hún er með fjölda ára starfsreynslu úr leikskóla og hefur lokið leikskólaliðanámi við Borgarholtsskóla.
Ragga Sara hefur gaman af tónlist og öllu sem viðkemur börnum.
ragnheidur.sara.th.sorensen hja rvkskolar.is

Jurgita
Jurgita byrjaði í Grænuborg í ágúst 2020. Hún er í 100% starfi á Dropadeild.

Jan Marcin Nowak (Jasiek)
Jaciek er í 100% starfi í Grænuborg,frá hausti 2021. Hann er með BS í tölvunarfræði.

Nicholas Fishleigh
Nicholas er í 100% starfi í Grænuborg frá hausti 2021. Hann er menntaður dansari og sviðslistamaður.

Oddný Snjólaug Þórðardóttir
Oddný er í 75% starfi á Dropadeild þar sem hún sinnir sérkennslu. Oddný er leikskólakennari, hún hefur verið bóndi undanfarna áratugi, ásamt því að sinna kennslu og fleiri störfum. Helstu áhugumál eru hannyrðir hverskonar.

Sigmann Þórðarson
Sigmann sinnir afleysingu í Grænuborg, hann er í 30% starfi á Dropadeild. Hann er með BA gráðu í myndlist frá LHÍ og er með margra ára starfsreynslu úr leikskóla. Helstu áhugamál Sigmanns eru myndlist, kvikmyndir, tónlist, fótbolti og svo hefur hann mjög gaman af því að keyra hin ýmsu farartæki, s.s. bíla, hjól, traktora, lyftara, báta og svo er á to-do listanum að læra að fljúga.

Rakel Víglundsdóttir
Rakel er í leyfi.
Rakel er leikskólaliði og auk þess er hún einnig félagsliði og hefur unnið sem slíkur í 10 ár. Hún hefur starfað í Grænuborg frá því 2017.
Helstu áhugamál hennar eru börn, kynnast fólki, útivist og sveitin.