Prenta

Sólskinsdeild á leið í Gerðuberg

Date: Mán. 3 Okt, 2011 9:00 - 11:00

 Næsta mánudag, þann 3. október, ætlum við að fara í vettvangsferð í menningarmiðstöðina Gerðuberg. Þar er okkur boðið í söng- og fræðslustundina "Krummi krunkar úti". Fyrir stundina höfum við útbúið krummagrímur, hlustað á og sungið krummalög og lesið krummasögur. í framhaldinu munum við áfram vinna með krummann að einhverju leiti. 

Farið verður með rútu sem leggur af stað frá Grænuborg kl. 9:10. Til að missa ekki af rútunni þurfa börnin að vera mætt fyrir kl. 9 á mánudagsmorguninn.

Kveðja frá Sólskinsdeild í krummaskapi
 
Hér er tengill á upplýsingar um stundina: