Sólskinsdeild er deild elstu barna skólans, þar dvelja 4-5 ára börn, 24-26 nemendur að jafnaði. Veturinn 2020 - 2021 eru þar 24 börn fædd frá janúar 2015 til nóvember 2016.
Hérna má nálgast upplýsgingabækling fyrir skólaárið 2019 - 2020.
Starfsfólk Sólskinsdeildar

Ísrún Albertsdóttir
Ísrún er deildarstjóri Sólskinsdeildar, hún er í 100% starfi. Ísrún útskrifaðist frá Fósturskólanum 1994 sem leikskólakennari.
Að leika með lego og að leira er það skemmtilegasta sem hún gerir.
Netfang hennar er: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Friðrik Mar Kristjánsson
Friðrik er í 100% starfi á Sólskinsdeild. Friðrik hefur margra ára starfsreynslu í leikskóla. Hans helsta áhugamál eru íþróttir, sérstaklega fótbolti og tónlist.
Friðrik byrjar daginn á lýsinu góða og sterkum kaffibolla. Friðrik stundar nám við H.Í. í leikskólakennarafræðum.

Jón Einar Björnsson
Jón Einar er í 80% vinnu á Sólskinsdeild, hann byrjaði að vinna í Grænuborg vorið 2019. Hans helstu áhugamál eru bakstur og útivist. Jón er með BA í grafískri hönnun frá LHÍ.

Valeria Feudatari
Valeria byrjaði í Grænuborg í október 2018. Hún er er einnig í íslensku fyrir erlenda stúdenta við í Háskóla Íslands. Hún er náttúrubarn og finnst gaman að fara í gönguferðir, að búa til sögur, að syngja, lesa þjóðsögur og teikna.
Áhugamál hennar eru dýr og tónlist. Valeria byrja daginn á því að fá sér köku og te. Valeria er í 60% vinnu í Grænuborg.

Katrín Kemp
Byrjaði í Grænuborg í ágúst 2020 og mun verða í 40% vinnu á Sólskinsdeild. Katrín er með BA í Uppeldisfræði og er nú í MA í Uppeldisfræði við Háskóla Íslands.

Oddný S. Þórðardóttir
Oddný er í 75% starfi á Sólskinsdeild þar sem hún sinnir sérkennslu. Oddný er leikskólakennari, hún hefur verið bóndi undanfarna áratugi, ásamt því að sinna kennslu og fleiri störfum. Helstu áhugumál eru hannyrðir hverskonar.