Dropadeild er deild yngstu barna leikskólans. Þar eru 13 - 15, eins árs til þriggja ára börn. Veturinn 2020 - 2021 eru þar börn fædd frá júní 2018 - júlí 2019.
Hér má nálgast stundaskrána okkar:
Stundaskrá Dropadeildar 2020 - 2021
Starfsfólk Dropadeildar

Ragnheiður Sara Th. Sörensen
Ragga Sara er í 100% starfi deildarstjóra á Dropadeild. Hún er með fjölda ára starfsreynslu úr leikskóla og hefur lokið leikskólaliðanámi við Borgarholtsskóla.
Ragga Sara hefur gaman af tónlist og öllu sem viðkemur börnum. Ragga Sara byrjar daginn á hafragraut eða súrmjólk.
ragnheidur.sara.th.sorensen hja rvkskolar.is

Anna Lind
Byrjaði í Grænuborg í ágúst 2020 og verður í 100% starfi á Dropadeild.

Jurgita
Jurgita byrjaði í Grænuborg í ágúst 2020. Hún er í 100% starfi á Dropadeild.

Kolfinna Þöll Þórðardóttir
Kofinna byrjaði að vinna í Grænuborg haustið 2019. Hún er í 20% stöðu á Dropadeild, alla mánudaga. Hún hefur leikskólareynslu frá öðrum leikskóla. Kolfinna er með stúdentspróf frá MR, það sem henni finnst allra skemmtilegast að gera er að teikna og að vera úti.

Þorsteinn Freyr Fjalarsson
Þorsteinn byrjaði að starfa í Grænuborga í september 2020, hann er í 25% starfi á Dropadeild, hann er þar alla þriðjudaga og fyrir hádegi á miðvikudögum. Auk þess að vinna í Grænuborg er hann í HÍ að læra listasögu.

Rakel Víglundsdóttir
Rakel er í 80% starfi á Dropadeild, hún er leikskólaliði og auk þess líka félagsliði og hefur unnið sem slíkur í 10 ár. Hún hefur starfað í Grænuborg frá því 2017.
Helstu áhugamál hennar eru börn, kynnast fólki, útivist og sveitin. Rakel finnst gott að byrja morguninn á því að fá sér Boost eða hafragraut.