Jólakötturinn

jolakotturinn SmallBörnin á Sólskinsdeild fóru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn 10. desember, fengu sér  smákökur og kakó og skoðuðu sig um. Þar kíktu þau á skúrinn þar sem jólakötturinn er inni í, það var smá hræðilegt, þau heyrðu í honum og gátu kíkt inn um göt á hurðinni til að sjá hann :)

 

Snjókarlagerð 1. desember 2015

image1 Smallimage1 Smallimage2 Smallimage3 Smallimage4 Small

 

Nokkur börn af Sólskinsdeild fóru út í dag og bjuggu til stærðarinnar snjókarl

 

 

 

Ytra mat á starfinu í Grænuborg, september 2015

Á næstu dögum og vikum fer fram ytra mat í leikskólanum Grænuborg.
Ytra mat fer fram í nokkrum leikskólum, grunnskólum og í frístundastarfi borgarinnar á hverju skólaári samkvæmt ákvörðun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og í ár tekur Grænaborg þátt í því.
Samantekt á niðurstöðum matsins er birt í opinberri skýrslu en auk þess fær Grænaborg afhenta ýtarlegri greinargerð. Á grundvelli niðurstaðna gerir Grænaborg umbótaáætlun þar sem fram kemur hvernig bæta má þá þætti starfsins sem betur mega fara og styrkja enn frekar það sem vel er gert. Umbótaáætluninni er síðan skilað til stjórnanda fagskrifstofu á skóla- og frístundasviði.
Starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sér um ytra matið sem m.a. felst í að afla upplýsinga um starfsemina í gegnum viðtöl og rýnihópa, auk þess sem fylgst er með daglegu starfi á deildum leikskóla, í kennslustundum grunnskóla og á vettvangi frístundaheimila og félagsmiðstöðva eftir því sem við á. Við matið er stuðst við ákveðin viðmið og lýsingu á gæðastarfi sem finna má hér: http://reykjavik.is/mat-skola-og-fristundastarfi
Stefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar er höfð til viðmiðunar í matinu, auk laga og reglugerða um skólastarf, aðalnámskrár, starfsskrár frístundastarfs og stefnu borgarinnar í starfsmannamálum og mannréttindamálum.
Ytra matið er liður í að styðja við starfsemi skóla- og frístundastarfs í Reykjavík og kemur til viðbótar innra mati starfsstaða.


Foreldravefur