Uppskriftir

Hér eru tvær uppskriftir sem mikið hefur verið beðið um! Verði ykkur að góðu!

Súkkulaðikakan góða 

300 gr siríus suðusúkkulaði
300 gr sykur
300 gr smjör
3 pískuð egg

- Passar í 15x25 cm djúpt form.
Bræðið smjörið í pottiog bætið sykrinum út í (passa að brenna ekki).
Brytjið súkkulaðið í bita.
Takið smjör/sykurblöndu af hellunni og hellið súkkulaðinu út í.
Hrærið vel saman þangað til súkkulaðið er alveg bráðið – hrærið áfram – kælið vel.
Pískið eggin í skál (ekki mikið). Bætið eggjunum út í kælda hræruna.
Setjið smjörpappír í formið, hellið hrærunni í og bakið við 170°í venjulegum ofni/160°í blástursofni. Bökunartími 50-60 mín (max).
Kælt að bakstri loknum.

Súpubrauð Röggu

1,5 kg hveiti
300 gr heilhveiti
60 gr sykur (má sleppa)
30 gr salt
75 gr ger
1 ltr volgt vatn
150 dl olía
Krydd eða fræ að eigin vali, ef vill.

Þurrefni sett í skál og blandað saman. Olía og vatn sett út í og hnoðað saman við.
Látið hefast í 15-20 mín. Slegið niður og móta eftir hugmyndaflugi hverju sinni.
Sett á plötur og bakað í ofni í 10 mín við 150° (miðað við blástursofn).
Best að borða heitt! 


Foreldravefur