Ísrún Albertsdóttir


isrun 2Ísrún er deildarstjóri Sólskinsdeildar, hún er í 100% starfi. Ísrún útskrifaðist frá Fósturskólanum 1994 sem leikskólakennari. Að leika með lego og að leira er það skemmtilegasta sem hún gerir. 

Netfang hennar er: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Friðrik Mar Kristjánsson

Friðrik er í 100% starfi á Sólskinsdeild. Friðrik hefur margra ára starfsreynslu í leikskóla. Hans helsta áhugamál eru íþróttir, sérstaklega fótbolti og tónlist. Friðrik byrjar daginn á lýsinu góða og sterkum kaffibolla. Friðrik stundar nám við H.Í í leikskólakennarafræðum.

 

Valeria Feudatari

valeria 2 161Valeria byrjaði í Grænuborg í október 2018. Hún er einnig við nám í Háskóla Íslands. Hún er náttúrubarn og finnst gaman að fara í gönguferðir, að búa til sögur, að syngja, lesa þjóðsögur og teikna. Áhugamál hennar eru dýr og tónlist. Valeria byrja daginn á því að fá sér köku og te. Valeria er í 62% vinnu í Grænuborg.

Júlíana Kristín Jóhannsdóttir

JulianaJúlíana Kristín er í frá 09:00-12:00 á Sólkinsdeild mánudag, þriðjudaga og miðvikudaga. Hún er með BA í kvikmynda- og kynjafræði frá HÍ. Hún er með þónokkra starfsreynslu úr leikskóla. Júlíönu finnst skemmtilegast að spila með hljómsveitinni sinni á tónleikum og vera í sveitinni hjá foreldrum sínum. Henni finnst gott að drekka kaffi og borða banana í morgunmat.

Vilborg Bjarkadóttir

vilborgVilborg er í 100% afleysingarstöðu í Grænuborg. Vilborg er með BA í myndlist frá LHÍ og MA í þjóðfræði frá HÍ. Vilborgu finnst gott að byrja daginn með smá klípu af hafragraut, annars er hún ekki mikil morgunmatarmanneskja. Hennar helstu áhugamál eru að lesa, skrifa, leira, lita og að ferðast. Það sem gerir dagana skemmtilega eru lifandi samskipti og furðuleg uppátæki með fjölskyldu og vinum. Vilborg er á Sólskinsdeild á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum frá 08:30 - 16:30.

Valgerður Einarsdóttir

Valgerður er í 100% starfi í Grænuborg. Hún byrjaði að vinna í Grænuborg í maí 2018. Valgerður fer á milli deilda og er á Sólskinsdeild á fimmtudögum.

Valgerdur


Foreldravefur