Auður Waltersdóttir

audurwaltersdottirAuður er deildarstjóri í 100% starfi á Mánadeild. Auður hefur nokkra ára reynslu af því að starfa í leikskóla. Auður starfaði í Grænuborg í þrjú ár í upphafi aldarinnar, en hefur búið í Noregi síðustu ár. Hennar helstu áhugamál eru t.d. börnin, útvera, fjölskyldan og tónlist.

Gunnar Steingrímsson

gunnarstgrGunnar er í 100% starfi á Mánadeild. Hann kom til starfa í Grænuborg í janúar 2018 Gunnar er að leggja lokahönd á heimspeki frá HÍ. Helstu áhugamál hans er tónlist, bókmenntum og útvist. Hann kemur alla leið frá Vestmannaeyjum og hann byrjar daginn á hafragraut.

Valgerður Einarsdóttir

ValgerdurValgerður er í 100% starfi í Grænuborg. Hún byrjaði að vinna í Grænuborg í maí 2018. Valgerður fer á milli deilda og er á þriðjudögum og miðvikudögum á Mánadeild.

Vilborg Bjarkadóttir

vilborgVilborg er í 100% afleysingarstöðu í Grænuborg. Vilborg er með BA í myndlist frá LHÍ og MA í þjóðfræði frá HÍ. Vilborgu finnst gott að byrja daginn með smá klípu af hafragraut, annars er hún ekki mikil morgunmatarmanneskja. Hennar helstu áhugamál eru að lesa, skrifa, leira, lita og að ferðast. Það sem gerir dagana skemmtilega eru lifandi samskipti og furðuleg uppátæki með fjölskyldu og vinum. Vilborg er á Mánadeild á fimmtudögum frá 08:30 - 16:30.


Foreldravefur