Leikskólinn Grænaborg

haus

Leikskólinn Grænaborg stendur efst á Skólavörðuholtinu, við Eiríksgötu 2, 101 Reykjavík. Hann var vígður á þessum stað Sumardaginn fyrsta 1983. Þar áður hafði Grænaborg staðið við Hringbraut frá því árið 1931. Það var Barnavinafélagið Sumargjöf sem rak leikskólann, en í dag er það Reykjavíkurborg - Skóla- og frístundasvið sem sér um reksturinn. Húsnæðið er þó í eigu Barnavinafélagsins Sumargjafar, en Reykjavíkurborg leigir það af félaginu undir rekstur leikskóla.

Gert er ráð fyrir 84 börnum í leikskólanum á hverjum tíma, á fjórum leikskóladeildum, Dropadeild, Sólskinsdeild, Mánadeild og Stjörnudeild og er meginmarkmiðið að skapa börnum öruggt og barnvænt umhverfi þar sem leitast er við að efla alla þroskaþætti barnsins eins og kveðið er á í Aðalnámskrá Leikskóla.


Foreldravefur