Fundur 10. janúar 2011

Ritað .

Foreldraráð leikskólans Grænuborgar

Fundur 10. janúar 2011 kl 16:15

Mætt: Gerður skólastjóri, Einar Logi formaður, Hannes Þór, Nína Dögg, Ragnheiður og Gestur, sem ritaði fundargerð

  1. Foreldraráð. Samkvæmt lögum um leikskóla á að starfa foreldraráð við leikskólann, eins skipað og stjórn foreldrafélagsins er skipuð í dag. Samþykkt að stjórn foreldrafélagsins, sem frá gamalli tíð hefur verið kallað foreldraráð, gegni hlutverki hins lögformlega foreldraráðs. Undirbúa þarf lagabreytingu á lögum foreldrafélagsins, þar sem þetta stæði, til að hlutirnir séu á hreinu
  2. Bílastæðamál. Rætt um bílastæðin fyrir framan leikskólann. Einar Logi hefur verið að þrýsta á borgina að fá þau skilgreind fyrir leikskólann á morgnana og á kvöldin. Leikskólinn er með skilgreind, en ómerkt bílastæði austan við lóðina. Bent á fordæmi frá Barónsborg, sem verður notað.
  3. Námskeið. Samþykkt að halda skyndihjálpar og forvarnanámskeið með Herdísi Storgaard. 2 kvöld u.þ.b 2 tímar í senn, 60.000. Samþykkt að halda námskeiðin 1. og 8. febrúar kl 17:30-19:30 að því tilskyldu að Herdís komist, verð standist og næg þátttaka fáist. Foreldrafélagið borgi það sem upp á vantar ef námskeiðsgjald 2.000 kr. pr. þátttakanda, duga ekki til. Gestur undirbýr auglýsingu.
  4. Viðburðir:
    1. Páskaskemmtun: rætt um að halda páskaskemmtun, svipaða og piparkökukaffið, þar sem börnin fælu páskaegg, sem þau væru búin að skreyta. Samþykkt að hafa þau óbrjótanleg, til að koma í veg fyrir stórtjón. Gerður ræðir málið við starfsfólk skólans
    2. Foreldraleikjadagur: Rætt um að halda foreldraleikjadag í vor eða sumar, þar sem foreldrum yrðu kenndir útileikir með börnunum. Gerður ræðir málið við starfsfólk skólans
  5. Sumarfríalokun: Samþykkt að leggja til 4ra vikna lokun. Niðurstaða könnunar síðustu ára hefur verið frá u.þ.b. 10 júlí til u.þ.b. 10 ágúst. Samþykkt að leggja til að sumarfríalokun verði háttað þannig að elstu börnin færu beint í skóla að lokuninni lokinni, þannig að hún yrði frá u.þ.b. 20. júlí til u.þ.b. 20. ágúst og vita hvort mikil mótmæli yrðu við því fyrirkomulagi.
  6. Næsti fundur: 14. febrúar kl 16.

Kveðja,
Gestur


Foreldravefur